-- Skilaboð 1 -- Ég á punkta fyrir hvert landnúmer sem hefur skráð á forðagæsluskýrslu á árunum 1981-2009. Það geta þó leynst villur í þessu punktasafni. Ég get látið þig hafa þessa punktaþekju. Ég er ekki með punkta fyrir önnur lögbýli. Þessi þekja er með öllum forðagæsluskýrslum sem finnast. Hér eru þó engar trúnaðarupplýsingar, þeim hefur verið eytt úr gögnunum. Þar sem ég vissi ekki hvar viðkomandi puntur átti að vera, þá fann ég það út nema ef það skypti ekki máli fyrir rannsóknina sem ég var að gera, þá fór hann í þungamiðju byggðar í viðkomandi sveitarfélags sem skýrslan átti við. Sjá skýringaskrá. Sum hnit eru byggð á hnitum frá fasteignaskrá en eru ekki hnitin þaðan, enda er þessi hnitaskrá með 10 metra rúðuneti á meðan að hnitin frá fasteignaskrá eru mun nákvæmari. Allar þessar skýrslur eru byggðar á gögnum frá bændum sjálfum og villur í gögnunum eru oft komnar frá bændunum sjálfum. Fyrir rannsóknina þá vöru öll hnit rúnuð að 10 metra rúðuneti -- Skilaboð 2 -- Aldursbil eru 5 ára aldursbil skráðs bónda, núll merkir að býlið sé skráð á fyrirtæki, hægt er að reikna meðalaldur bænda í ákveðnum landbúnaðarflokkum (nautgripir, sauðfé ...) og það er merkt við hvaða flokk viðkomandi býli er skráð með. Einnig er að finna sveitarfélagsnúmer og landnúmer. Til er nafnaskrá sem fylgir landnúmerunum. ég get leitað hana uppi ef með þarf.